05.02.16 15:04
Fyrir rúmu ári leitaði ég til húðlæknis vegna hárvaxtar í andliti. Hann ráðlagði mér frá því að gangast undir laser háreyðingu vegna þess hve ljóshærð ég er. Ég sá síðan auglýsingu frá snyrtistofu og hafði samband þangað. Þar var mér tjáð að sú tækni sem þar er notuð réði vel við hvít hár. Nú hef ég undirgengist lasermeðferð mánaðarlega, en ekki sér enn högg á vatni. Nú er ég farin að efast um hvað sér raunverulega rétt í þessum efnum, en þori ekki að fara aftur til húðlæknisins til að fá frekari upplýsingar.
Skoða framhaldið…