Stacks Image 779
Stacks Image 820
Stacks Image 826
Stacks Image 828
Slöpp og sigin húð
Það er erfitt að sigrast á þyngdaraflinu. Samfara öldrun húðarinnar tapar húðin teygjanleika sínum og sígur gjarnan. Þetta er oft áberandi í andliti, en sést gjarna á kvið, rasskinnum, lærum og handleggjum.

Lengi vel voru skurðaðagerðir eini möguleikin á að meðhöndla slík vandamál. Með tilkomu IR meðferðar hefur hafa opnast nýjir meðferðarmöguleikar.

Hér er sendur innrauður geisli djúpt í húðina sem hefur þau áhrif á bandvef að hann dregst saman og húðin lyftist. Áhrifin verða þó aldrei sambærileg við skurðaðgerð. Kostirnir við IR meðferðina eru hins vegar að meðferðin er áhættullítil. Ekki er þörf á svæfingu eða að skera í húðina. Nánast engin óþægindi fylgja meðferðinni og hún tekur skamman tíma í hvert skipti og hægt er að halda áfram venjulegu daglegu lífi strax að meðferð lokinni

Þú getur kynnt þér áhrifin af innrauðri (IR) meðferð með því að skoða fyrir og eftir myndirnar hér á síðunni.
Húðlæknastöðin, Laserdeild- Smáratorg 1, 201 Kópavogur - sími: +354 5204444 - fax:+354 5204400 Hafðu samband