Stacks Image 632
Hárvöxtur á handlegg hjá 33 ára gamalli konu. Fyrir meðferð og síðan eftir 4 lasermeðferðir.
Stacks Image 644
Óæskilegur hárvöxtur er algengt vandamál. Áberandi hárvöxtur í andliti kvenna getur haft mikil áhrif á félagslíf þeirra og einnig haft áhrif á samskipti milli kynja.
Engin ákveðin skilgreining er til á því hvað telst mikill hárvöxtur í andliti kvenna og getur það verið háð uppruna og búsetu. Óæskilegur hárvöxtur getur einnig verið víðar á líkama kvenna svo sem á kvið, bringu, brjóstum, fótleggjum nárum og víðar. Hjá konum getur aukinn hárvöxtur á þessum stöðum verið merki um óeðlilega hormónastarfsemi en getur einnig verið ættgengur eða jafnvel tengdur notkun vissra lyfja.

Sumir karlmenn hafa mikinn hárvöxt á bol og þá sérstaklega baki. Fyrir utan að vera til óþæginda getur óvenju mikill hárvöxtur á baki karla verið félagslega hamlandi.

Nánari upplýsingar um lasermeðferð má finna annars staðar á síðunni.

Húðlæknastöðin, Laserdeild- Smáratorg 1, 201 Kópavogur - sími: +354 5204444 - fax:+354 5204400 Hafðu samband