Stacks Image 941
Stacks Image 947
Stacks Image 951
Stacks Image 955
Andlitsroði og sólarskemmdir
Hvernig vinnur meðferðin?
LUX G meðferðartækið hefur fyrst og fremst áhrif á grunnar æðar, roða og brúna bletti í húðinni. Tekið hentar því vel til þess að meðhöndla roða í andliti, t.d. vegna rósroða,grunnar æðar, en einnig má með höndla ljósbrúna bletti,s.k. sólarbletti. Slíka bletti skal greina fyrst af húðlækni.

Tækið sendir geisla af ákveðinni bylgjulengd inn í húðina. Eiginleikar geislans eru þannig að orka geislans losnar í grunnu óeðlilegu æðunum og laskar æðarnará þann hátt að þær dofna og hverfa á 2-3 vikum.

Hver er munurinn á ljósgeisla-tækjum og lasertækjum?
Þetta eru mjög svipuð tæki. Á Laserdeild Húðlæknastöðvarinnar eru notuð bæði laser og ljósgeislatæki. Í flestum tilvikum er meðferðarsvæði ljósgeislatækjanna stærra en lasertækjanna og því hægt að meðhöndla stór svæði á skömmum tíma .

Hvaða svæði er hægt að meðhöndla?
Flest húðsvæði nema í kringum augun. Andlitið,er lang algengasta svæðið sem er meðhöndlað.

Hvernig er meðferðin? Er hún sáraukafull eða hættuleg?
Húðlæknirinn þinn ákveður hvaða styrkur og stillingar henta best fyrir þína húðgerð. Meðferðarhausinn er lagður á húðsvæðið sem á að meðhöndla og hleypt af. Þú munt sjá ljósglampa og heyra píp. Einnig muntu finna fyrir skammvinnri hitatilfinningu þegar skotið ríður af.

Hverju má ég búast við eftir meðferðina?
Strax eftir meðferðina má búast við einkennum svipað og eftir vægan sólbruna. Einstaka sinnum fylgir vægur bjúgur. Þessi einkenni ganga fljótt yfir og eru venjulega horfin á 2-4 klst. Ef þurfa þykir má bera kalt aloa vera gel á húðina á meðan.

Sólarskemmdir/sólarblettir
Blettirnir dökknafyrst eftir meðferðina, en byrja síðan að dofnaeftir 1-2 vikur.
Rósroði
Yfrleitt byrjar roðinn eð minnka viku eftir meðferina. Batinn heldur áfram í 1-2 vikur.
Einstakar æðar og æðaslit
Æðarnar geta horfið straxeftir meðferðina, þær geta einnig dökknað fyrst, enalgengast er að þær dofni eða hverfi á 10-14 dögum.

Í flestum tilvikum þarf að meðhöndla í nokkur skipti til að ná góðum árangri.
Húðlæknastöðin, Laserdeild- Smáratorg 1, 201 Kópavogur - sími: +354 5204444 - fax:+354 5204400 Hafðu samband