Stacks Image 856
Stacks Image 860
Stacks Image 862
Stacks Image 864
Laser Húðslípun (fractional meðferð)

Hvað er fractional meðferð?
Fractional lasermeðferð byggir á nýrri tækni til að endurnýja og bæta ásýnd húðarinnar. Lasertækið sendir inn örgeisla sem eru formaðir líkt og litlar súlur. Þetta hefur í för með sér ákveðnar formbreytingar verða í húðinni sem leiða til nýmyndunar bandvefs og nýrrar heilbrigðar húðar. Húðin verður því heilbrigðari og unglegri . Þessa tækni má einig nota til að draga úr hrukkum og til þess að laga ör.

Hvaða svæði er hægt að meðhöndla?
Flest húðsvæði er hægt að meðhöndla með þessari meðferð. Algengustu svæði eru andlit, bringa, handleggir og hendur.

Hvað skilur þessa meðferð frá annarri lasermeðferð?
Hefðbundin meðferð gegn öldrunarbreytingum byggir á því að fjarlægja efstu lög húðarinnar með lasergeisla. Oft næst góður árangur með slíkri meðferð, en gallinn er að um töluverða aðgerð er að ræða sem þarf að framkvæma í svæfingu. Einnig eru sjúklingar oft frá vinnu í nokkrar vikur eftir slíka aðgerð og varanlegar litabreytingar geta komið fram í húðinni. Fractional meðferðin hins vegar hefur ekki þessa galla.

Er meðferðin sársaukafull?
Meðferðirn er einföld og sársaukalítil. Ekki er þörf á svæfingu eða deyfingu og ekki þarf að vera frá vinnu eftir meðferðina. Húðin er fljót að jafna sig eftir meðferðina.

Er meðferðin örugg?
Með því að send örgeilsa í húðina og skilja eftir ómeðhöndlaða húð á milli eru líkur á aukaverkunum mjög litlar. Einnig er húðin fljót að jafna sig. Meðfeðartækið kælir húðina á meðan á meðferð stendur. það gerir að verkum að meðferðinni fylgja lítil óþægindi.

Nokkrar staðreyndir um meðferðina
Ein meðhöndlun tekur venjulega frá 20 mínútum upp í 1 klukkustund Venjulega fylgja meðferðinni líti óþægindi. Er þó örlítið mismunandi eftir svæðum Eftir meðferðina getur verið örlítill bjúgur í húðinni og tilfinning eins og húðin sé sólbrennd. Þessi einkenni ganga venjulega yfir á nokkrum klukkustundum. Í undantekningartilvikum ganga einkennin yfir á nokkrum dögum. Húðin virðist vera mjög þurr og þörf fyrir rakakrem eykst í 1-2 vikur. Á þeim tíma sem húðin er að endurnýja sig losar hún sig við dauðar húðfrumur og kann því húðin að vera örlítið hreistrandi á þeim tíma

Tveimur til 3 mánuðum eftir meðferð fer að bera á bata sem heldur áfram í allt að sex mánuði.

Hvað er hægt að meðhöndla með fractional lasermeðferð ?
  • Fínar hrukkur og ör
  • Öldrunarbreytingar í húð
  • Sólsködduð húð
  • Mislit húð, örður og ójöfnur í húð
  • Ör (eftir, skurðaðgerðir, bólur, slys)
  • Húðslit (eftir barnsburð eða af öðrum orsökum
Húðlæknastöðin, Laserdeild- Smáratorg 1, 201 Kópavogur - sími: +354 5204444 - fax:+354 5204400 Hafðu samband