Er heimilt að aðrir en læknar stundi meðferð á húð með lasertækjum?
14.02.16 12:04 Geymt:
Laser | HeilbrigðisráðherraÞar til fyrir stuttu voru ekki neinar reglur um þessi mál hérlendis. Í Danmörku eru strangar reglur um lasermeðferð á húð og skal hún eingöngu vera á ábyrgð húðlækna.
Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð um lasertæki 14.12.2015. Þar kemur fram að:
"
Læknisfræðileg notkun leysa í flokki 4, IPL-tækja og annarra jafngildra tækja skal vera á ábyrgð læknis"
Reglugerðina í heild sinni má sjá hér.Þessari reglugerð er ætlað að tryggja öryggi sjúklinga þar sem laseræki eru mjög öflug og geta auðveldlega valdið skaða sé þeim ekki beitt rétt.