Stacks Image 835
Skellupsoriasis (plaque)
Stacks Image 839
Dropapsoriasis (guttat)
Psoriasis
Hvað er psoriasis?

Psoriasis er langvinnur húðsjúkdómur. Ef þú hefur einu sinni fengið psoriasisútbrot geta þau brotist fram aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir hafa meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá e.t.v. einungis einkenni á margra ára fresti.

Hvernig líta psoriasisútbrotin út?
Útbrotin geta birst á margan hátt. Oftast er um að ræða skellur sem líkjast mynt. Skellurnar eru rauðar, örlítið upphleyptar og oft þaktar hvítu hreistri. Þær eru algengastar á stöðum sem verða fyrir álagi svo sem á olnbogum og hnjám. Þessi tegund psoriasis getur breiðst út og runnið saman í stærri svæði. Oft er um að ræða svipuð útbrot í hársverði sem geta þá leitt til flösu. Á nöglum koma oft fram mis­munandi breytingar. Ein tegundin minnir á yfirborð fingurbjargar, í öðrum tilvikum losna neglurnar frá eða þykkna og einnig getur verið um að ræða gulleit svæði líkt og olíu-dropar séu undir nöglinni.

Önnur gerð psoriasis brýst oft fram við sýkingar í hálsi. Þá er um að ræða sérstaka gerð útbrota, s.k. dropapsoriasis (guttate psoriasis). Þessi tegund gengur frekar yfir en aðrar tegundir psoriasis. Í þessum tilvikum er mikilvægt að meðhöndla undirliggjandi sýk­ingu í hálsinum með sýklalyfjum. Stundum getur reynst nauðsynlegt að gefa sjúklingum með aðrar tegundir af psoriasis sýklalyf ef þeim versnar við sýkingar af völdum háls­bólgubaktería. Slíkar sýkingar geta valdið vægum einkennum frá hálsinum. Ef psoriasissjúklingi versnar skyndilega er ráðlegt að láta taka sýni til ræktunar frá hálsinum.

Undirflokkar psoriasis
Til eru mismunandi undirflokkar af psoriasis. Um 90% allra tilviku eru s.k. skellupsoriasis. Algengustu afbrigði eru:
Dropapsoriasis. Þetta form má oftast sjá hjá börnum og unglingum. Er nánast altaf orsakað af bakteríusýkingu. Oftast streptokokkasýking sem lýsir sér með hálsbólgu.
Pustular psoriasis. Hér er húðin eldrauð og alþakin af litlum graftrarbólum.
Erythrodermic psoriasis. Hér er húðin öll eldrauð og oftast er öll húðin undirlögð. Sjúklingarnir oft veikir og hafa hita. Þarf að meðhöndla á sjúkrahúsi. Getur þróast frá öðrum formum. Veikindi, steralyf í inntöku (oftast ef slíkri meðferð er hætt snögglega)geta ræst þetat form.
Öfugur psoriasis. Er eru skellurnar í nára og undir höndum. Oftast ekkert hreistur.

Er hægt að meðhöndla psoriasis?
Já, framfarir í meðhöndlun á psoriasis hafa verið miklar á undanförnum árum. Í flestum tilvikum er þó ekki hægt að lækna sjúkdóminn varanlega, heldur eingöngu að bæla einkennin. Psoriasisútbrotin geta brotist fram aftur eftir að meðferð er hætt. Það eru þó mörg dæmi um sjúklinga sem hafa fengið bata í marga mánuði eða ár eftir vel heppnaða meðferð. Það er mjög mismunandi hvaða meðferð hentar hverjum og einum. Ekki hentar alltaf sama meðferðin sjúklingnum til langframa. Það getur verið mikilvægt að skipta öðru hverju um meðferð. Mikilvægt er að með­ferðin sé regluleg. Læknirinn þinn ráðleggur þér hvaða meðferð hentar þér best. Gróflega má skipta meðferð gegn psoriasis í fjóra flokka, útvortis meðferð, ljósa- og lasermeðferðmeðferð, og töflumeðferð og líffræðileg lyf.

Fjallað er um lasermeðferð við psoriasis á öðrum stað á síðunni.
Húðlæknastöðin, Laserdeild- Smáratorg 1, 201 Kópavogur - sími: +354 5204444 - fax:+354 5204400 Hafðu samband