Æðaslit ganglimum
Æðaslit á ganglimum eru sjúkdómur í bláæðakerfinu. í ganglimum er bæði grunnt og djúpt æðakerfi og tengiæðar á milli. Æðaslitin myndast í grunna kerfinu, en þar sitja æðarnar í húðinni. Æðaslit er studnum samfara æðahnútum sem geta verða önnur birting sama sjúkdóms.
í báðum kerfum eru æðalokur. Ef þær bila myndast aukinn þrýstingur í kerfinu og þá myndast frekar æðaslit. Margir hafa þó æðaslit á þess að lokurnar séu bilaðar. Bæði æðahnútar og æðaslit ligga í ættum.
Talið er að allt að 40% kvenna fái æðahnúta eða æðaslit einhvern tíma á lífsleiðinni.
Talið er að þeim sem eru hávaxnir sé hættara við sjúkdómnum. Einnig geta miklar stöður haft áhrif til hins verra. Þá geta hormónalyf eins og pillan haft áhrif til versnunar.
Teygjusokkar eru gagnlegir til þess að draga úr einkennum og hamla þess að sjúkdómurinn versni.
Lasermeðferð felur ekki í sér sprautur eða stungur og er árangursrík meðferð gegn grunnum æðslitum. Ef grunur er um æðahnúta samfara æðslitunum mælum við með mati hjá æðaskurðlækni. Í sumum tilvikum er ráðlegt að fjarlægja æðahnúta áður en lasermeðferð er gefin.