Meðal þess sem hægt er að meðhöndla með lasertækjum húðlæknastöðvarinnar er valbrá, rósroði , æðaslit í andliti (telangiectasiur), æðaslit á fótlimum, óæskilegur hárvöxtur og húðflúr (Tattoo). Einnig er hægt að að meðhöndla ofholdgun í húð (Keloid) og örmyndun í andliti eftir slæmar bólur (acneör). Afleiðingar sólskemmda í húð svo sem brúnar litabreytingar (lentigo), hrukkumyndun, og myndun forstigsbreytinga er einnig hægt að hafa áhrif á með lasermeðferð.
Húðæxli bæði illkynja og góðkynja er hægt að meðhöndla með lasertækjum. Oftast er þá notaður koltvísýringslaser (CO2 laser). Mikilvægt er við meðhöndlun húðæxla með laser að greining þeirra liggi fyrir.
Smelltu á örina hér til hliðar til að skoða helstu sjúkdóma sem er hægt að meðhöndla